Um HIMA
HIMA (Harpa International Music Academy) var stofnað árið 2013 sem námskeið og tónlistarhátíð fyrir nemendur í klassískri tónlist á aldrinum 7-22ja ára. Úrvalskennarar, bæði íslenskir og erlendir, kenna einkatíma, kammertónlist og strengjasveit, og nemendum býðst að leika einleiks- og kammerverk á tónleikum í Hörpu. Meirihluti nemenda er innlendur, en um þriðjungur þátttakenda kemur að utan. Þannig myndast alþjóðlegt námskeið sem er einstakt á Íslandi.
HIMA teymið
Sigurbjörn Bernharðsson, listrænn stjórnandi
Ari Þór Vilhjálmsson, framkvæmdstjóri
Valgerður G. Halldórsdóttir, skipulags- og kynningarstjóri
Sigurgeir Agnarsson, stjórnarformaður